Author: Friðgeir Grímsson
Í Borgarfirði á Vesturlandi eru varðveitt víðáttumikil setlög frá síðmíósentíma, um það bil 7–6 milljón ára gömul. Þessar jarðmyndanir hafa verið nefndar Hreðavatnssetlögin eða bara Hreðavatnslögin. Setlögin eru mjög fjölbreytt að útliti og gerð vegna þess að sum hafa myndast úr rofefnum, önnur eru gosræn og loks eru setlög mynduð við starfsemi lífvera. Markmið þessa verks eru að gera grein fyrir þessum setlögum, rekja myndunarsögu þeirra og túlka helstu umhverfisþætti á setmyndunartímanum. Setlög í nágrenni núverandi Hreðavatns voru rannsökuð sérstaklega.